Karellen
news

Lautarfréttir

21. 10. 2022

Kæru foreldrar

Vikurnar á Laut eru alltaf fjörugar. Við höfum verið dugleg að vera úti á meðan veður leyfir. Við héldum fyrsta afmælið okkar þetta haustið sem er mikið sport. Afmælisbarnið situr þá í hásæti, sunginn er afmælissöngurinn og afmælisbarnið býður upp á saltstangir.

kláruðum að senda nær öll börn í vettvangsferðir og svo ætlum við í næstu viku að hefja hópastarfið okkar. Börnunum hefur verið skipt upp í litla hópa og munu þeir hittast einu sinni í viku (til að byrja með). Í hópastarfinu munum við njóta þess að kynnast enn betur, vinnum t.d. með tónlist, könnunarleikinn og nýtum listasmiðjuna.

Í dag fengu börnin afhenta bókina um Græna köttinn, þetta er gjöf frá leikskólanum og munum við vinna með bókina í vetur samhliða öðru. Það er alltaf gaman að tengja saman skóla og heimili svo endilega gefið ykkur tíma til að lesa bókina með börnunum ?

Það má með sanni segja að stemmingin hafi verið skrítin á deildinni núna í þessum töluðu orðum. Börnin búin að borða og kennararnir alls ekki að standsa sig í að leggja niður hvíldina. Börnin voru furðulostin á breyttu skipulagi.

Við vonum að þið njótið helgarinnar til hins ýtrasta og sjáumst spræk eftir helgi.

með bestu kveðju

Lautarkonur

© 2016 - 2023 Karellen