Karellen
news

Lautarfréttir

11. 11. 2022

Sæl öll,

Við erum aldeilis búin að hafa það gott á Laut síðustu vikurnar. Það urðu ansi margir veikir en við erum himinglöð yfir því að nær allir eru komnir til baka.

Við erum búin að vera mikið að leika okkur með ljós og skugga, bæði inn á deild og í smiðjunum. Það er svo ævintýralegt að kveikja á fallegum ljósum þegar myrkrið er sem svartast og ég tala nú ekki um að stjórna sjálfur vasaljósi.

Skynjun hefur einnig verið partur að leiknum okkar seinustu daga. Hrísgrjónafatið í listasmiðju slær alltaf í gegn auk þess sem við erum með inni á deild ólíkan efnivið líkt og litlar baunir og leiksand sem gaman er að koma við.

Við erum búin að halda afmæli í nóvember sem er alltaf fjör og auk þess sem við tókum á móti nýrri stúlku í barnahópinn. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna.

Barnahópurinn hefur þjappast mjög skemmtilega saman í haust og eru falleg

vinasambönd að myndast. Börn á þessum aldri (2,5-3,5) eru að mjaka sér úr því að leika hlið við hlið með sama dót (samhliðaleikur) í að leika saman (tengslaleikur). Þá tala þau saman og deila efnivið en hafa kannski ekki sömu markmið með leiknum. Það er yndislegt að fylgjast með þeim þroskast í gegnum ferli leiksins og sjá þau byrja að deila efnivið, gefa hvort öðru mat úr eldhúsinu eða sækja kubba fyrir hvort annað til að byggja stærra hús.

Eigið yndislega helgi

kærar kveðjur

Lautarkonur

© 2016 - 2023 Karellen