Karellen
news

Aðalfundur foreldrafélagsins

10. 10. 2022

Aðalfundur foreldrafélagsins verður mánudaginn 14. nóvember klukkan 20:00.

Venjuleg aðalfundarstörf

  • Skýrsla stjórnar
  • Ársreikningar
  • Kosning stjórnar

Í leikskólum eru starfandi foreldrafélög sem hafa það hlutverk að styðja við leikskólastarfið, stuðla að velferð barnanna og efla samskipti foreldra innbyrðis og við leikskólann.

Foreldrafélagið samanstendur af öllum þeim foreldrum sem eiga börn í leikskólanum. Það sér um ýmis konar skemmtanir og uppákomur fyrir börnin utan leikskólans og gefst þar foreldrum tækifæri til að kynnast, sem er undirstaða góðs foreldrafélags. Sem dæmi má nefna leiksýningar, jólaball og páskaeggjaleit. Foreldrafélagið getur og hefur stutt leikskólann í tækja- og leikfangakaupum.

Foreldraráð

Einnig verður kosið í foreldraráð en við hvern leikskóla starfar foreldraráð. Því er ætlað að gefa umsagnir til leikskólans og leikskólaráðs um skólanámskrá og aðrar áætlanir um starfsemi leikskólans, sbr. 2. mgr. 4. gr.laga um leikskóla. Foreldraráðið fylgist jafnframt með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana í leikskólanum og kynningu þeirra. Foreldraráð hefur umsagnarétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfinu.

Kjósa / tilnefna skal foreldraráð við leikskóla og skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að leita eftir tilnefningum / kosningu í ráðið. Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar. Foreldraráð setur sér starfsreglur og ber leikskólastjóra að starfa með foreldraráði.


© 2016 - 2023 Karellen