Karellen
news

Dagur Íslenskra tungu haldinn hátíðlegur

22. 11. 2022

Kæru foreldrar,

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar sem er 16. nóvember. Dagurinn er helgaður íslenskri málrækt. Við hér á Holti héldum daginn hátíðlegan með því að börnin komu saman í sal skólans, rætt var um íslenska fánann, sungvir voru söngvar og þar á meðal ljóð eftir Jónas. Systa deildarstjóri Móa mætti með íslenska skotthúfu, fór auk þess í krókódílabúning og börnin sungu um krókódílinn í lyftunni. Börnin skemmtu sér konunglega og tóku vel undir.

Elstu börn leikskólans fóru í Akurskóla og hlustuðu þar á rithöfundinn Áslaugu Jónsdóttur, lesa úr nokkrum bókum sem hún hefur skrifað. Voru börnin okkar til fyrirmyndar og stóðu sig með mikilli prýði.

Bestu kveðjur

Starfsfólks Holts

© 2016 - 2023 Karellen