Karellen
news

Dagur leikskólans 6. febrúar 2023

01. 02. 2023

Kæru foreldrar,

Mánudaginn 6. febrúar nk. er Dagur leikskólans og er hann haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í fjórtánda sinn, en þennan dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.

Í tilefni dagsins ætlum við að hafa ljósagönguna okkar þann dag klukkan 08:30. Þá göngum við frá leikskólanum Holti að Akurskóla og ætlum að syngja fyrir grunnskólanemendur. Tilgangur ljóssins er að varpa ljósi á leikskólabarnið, starf leikskólakennarans og mikilvægi leikskólans í samfélaginu.

Við bjóðum góðan dag alla daga.

Þeir foreldrar sem sjá sig fært og geta eru hjartanlega velkomin með okkur.

Bestu kveðjur

Starfsfólk Holts

© 2016 - 2023 Karellen