Karellen
news

Jólasveinarnir

14. 12. 2021

Kæru foreldrar

Nú eru jólasveinarnir farnir að halda til byggða og fyrsti jólasveinninn hann Stekkjastaur kom aðfaranótt 12. desember. Það er ávallt mikil spenna sem fylgir komu þeirra sem getur einkennst af tilhlökkun en líka kvíða hjá sumum börnum sem hræðast þá. Síðustu þrettán dagarnir fyrir jól þegar þeir rauðklæddu fara að gefa í skóinn er spennandi tími.

Til að forðast samkeppni milli barna og áreiti þá biðjum við ykkur kæru foreldrar um að börnin séu ekki að koma með skógjafirnar í leikskólann.

Bestu kveðjur

Starfsfólk Holts

© 2016 - 2022 Karellen