Sumarhátíð leikskólans var haldin 10. júní. Gleðin hófst með pylsupartíi og andlitsmálun, síðan var haldið í skrúðgöngu þar sem kennarar, foreldrar og börn gengu saman. Eftir skrúðgönguna var boðið upp á leikjastöðvar í garðinum með mismunandi viðfangsefnumfyrir börnin ásamt skúffuköku. Ekki spillti fyrir hvað veðrið var gott, sól skein í heiði og sannkallað sumarveður. Foreldrar barna á koti færði leikskólanum veglega gjöf sem var bókvarpi fyrir börnin og nuddsæti fyrir starfsfólkið. Kunnum við því bestu þakkir.
Starfsfólk Holts þakkar öllum kærlega fyrir komuna.