Karellen
news

Sumarkveðja

29. 06. 2022

Kæru foreldrar/forráðamenn

Nú bíður langþráð frí eftir okkur sem við ætlum öll að njóta, hlaða hjartað af gleði sumarsins og fylla lungun af súrefni :) föstudaginn næsta 1. júlí er síðasti dagur fyrir sumarlokun. Við mætum aftur mánudaginn 8. ágúst en þann dag er skipulagsdagur og er leikskólinn lokaður. Börnin mæta aftur þriðjudaginn 9. ágúst.

Á föstudaginn er einnig síðasti dagur elstu barnanna okkar og við hér á Holti kveðjum þau og foreldra þeirra með söknuði, þökkum þeim yndislegar samverustundir og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni. Við minnum á að ná í myndirnar af börnunum inn á karellen áður en aðgangurinn lokast þann 1. júlí.

Í ágúst fögnum við nýjum nemendum sem koma í Holtið til okkar. Þá taka við spennandi tímar þar sem leikskólinn okkar verður 6 deilda skóli og hafa þegar innritast 40 börn fædd áríð 2020. Aldrei áður hefur svo stór árgangur verið hjá okkur áður.

Við hér á Holti þökkum ykkur fyrir síðasta skólaár, góða samvinnu og samheldni sem okkar öfluga samfélag býr yfir á þeim krefjandi tímum sem við höfum staðið frammi fyrir.

Við óskum ykkur öllum gleði og ánægju í sumarfríinu og hlökkum til að sjá ykkur hress og kát í ágúst.

Eigið öll gott og yndislegt sumar.

Bestu kveðjur

Starfsfólk Holts

© 2016 - 2022 Karellen