Karellen
news

Takk kærlega fyrir komuna

03. 06. 2022

Þann 23, maí síðastliðin var ömmu og afadagur í leikskólanum, þar sem ömmur og afar barnanna voru sérstaklega boðin í heimsókn eða annar náinn aðstandandi og fengu að eyða hluta úr degi með barna- og/eða barnabarnabörnum sínum. Við teljum það mikilvægt fyrir börnin okkar að nánustu fjölskyldumeðlimir eins og afar og ömmur þekki og viti hvað barnabörnin eru að gera þegar þau dvelja á leikskólanum og því vildum við kynna starfið okkar fyrir þeim.

Mjög mikil ánægja var með daginn og dásamlegt var að sjá hvað margir mættu en um 200 hundruð ömmur og afa kíktu í heimsókn og nutu þess að sjá og kynnast umhverfi sem börnin eru í á daginn.

Við hér á Holti þökkum öllum kærlega fyrir komuna.

© 2016 - 2022 Karellen